Ferill 1045. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1524  —  1045. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um brjóstaminnkunaraðgerðir.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hvað líður samningaviðræðum Læknafélags Íslands og Sjúkratrygginga Íslands um greiðsluþátttöku í brjóstaminnkunaraðgerðum fyrir þá skjólstæðinga sem hafa sjálfir þurft að greiða fyrir þær?
     2.      Hversu langur biðlisti er eftir brjóstaminnkunaraðgerðum á opinberum sjúkrastofnunum?
     3.      Hvaða kröfur eru gerðar um líkamsþyngd sjúklinga í brjóstaminnkunaraðgerðum? Eru þær kröfur sambærilegar þeim sem gerðar eru annars staðar á Norðurlöndum?


Munnlegt svar óskast.